Markaðsstofan skipuleggur og tekur þátt í fræðsluverkefnum sem stuðla að aukinni fagmennsku, hæfni og gæði í ferðaþjónustu. Verkefnin eru unnin í nánu samstarfi við ýmsa samstarfsaðila, svo sem Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Íslenska ferðaklasann.
Meistaratakar
Meistarataktar eru samstarfsverkefni Markaðsstofunnar og Íslenska ferðaklasans. Á Meistaratöktum gefst aðildarfélögum Markaðsstofunnar og Íslenska ferðaklasans tækifæri til þess að heyra erindi frá fyrirtækjum og einstaklingum sem eru framarlega á tilteknu sviði. Vorið 2024 voru fyrstu Meistarataktar haldnir og var fjallað um markaðssetningu. Vorið 2025 fóru fram Meistarataktar í sjálfbærni.
Menntamorgnar
Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins ásamt öllum markaðssstofum landshlutanna standa fyrir menntamorgnum í samstarfi við Hæfnissetur ferðaþjónustunnar og Samtök ferðaþjónustunnar. Menntamorgnar eru haldnir fjórum sinnum að ára að jafnaði um málefni sem eru efst á baugi hverju sinni.