Markaðs- og kynningarstarf

Image
Hafnarfjörður

Vefurinn visitreykjavik.is

Markaðsstofan heldur utan um vefinn visitreykjavik.is. Heimsóknir á vefinn eru um 1 milljón á ári. Á vefnum er einnig viðamikið viðburðadagatal fyrir menningarviðburði á höfuðborgarsvæðinu.

Samfélagsmiðlar @visitreykjavik

Fylgjendur á samfélagsmiðlum (facebook og instagram) eru um 150 þúsund.

Samstarf er við valda áhrifavalda sem nota samfélagsmiðla til að koma efni sínu á framfæri, bæði innlenda og erlenda.

Almannatengsl

Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins svarar fyrirspurnum innlendra og erlendra blaðamanna, stofnana og annarra sem leita upplýsinga um höfuðborgarsvæðið og ferðþjónustu þar. Markaðsstofan skipuleggur og tekur þátt í blaðamannaferðum með samstarfsaðilum og Íslandsstofu.

Erlent markaðs- og tengslastarf

Markaðsstofan tekur þátt í ferðasýningum og á sæti í viðskiptasendinefndum sem fara erlendis ásamt Íslandsstofu. Einnig aðstoða starfsmenn Markaðsstofu við að byggja upp tengsl við erlenda söluaðila og svara almennum fyrirspurnum frá þeim. Markaðsstofan skipuleggur einnig með samstarfsaðilum FAM ferðir fyrir erlenda söluaðila ferða til Íslands með sérstakri áherslu á höfuðborgarsvæðið.

Markaðsstofan tekur þátt í erlendu samstarfi af ýmsum togar. Þar ber helst að telja að hún er aðili að CityDNA sem er þekkingarnet og tengslastarf í ferðaþjónustu sem spannar helstu borgir Evrópu.