Helstu áherslur Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins eru að:
- Efla vitund og þekkingu um áfangastaðinn og allt það sem svæðið hefur upp á að bjóða, jafnt fyrir ferðamenn og íbúa.
- Þróa, móta og efla samstarf og samlegð um málefni ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu milli sveitarfélaga, atvinnulífs, ríkis og stoðkerfisins.
- Efla samkeppnishæfni og slagkraft áfangastaðarins í alþjóðlegri samkeppni.
- Stuðla að sátt íbúa, atvinnulífsins og sveitarfélaga um málefni ferðaþjónustunnar.
- Styrkja stoðir og uppbyggingu ferðaþjónustunnar, bæta ímynd svæðisins og auka eftirspurn eftir hvers konar þjónustu og atvinnustarfsemi.
- Annast markaðs- og kynningarstarf, áfangastaðaþróun og stuðla að fagmennsku.
- Vera málsvari og samnefnari fyrir ferðaþjónustuna á höfuðborgarsvæðinu.
Stofan er markaðs- og áfangastaðastofa höfuðborgarsvæðisins.