

Aðildarfélögum gefst færi á að hittast, spjalla um stöðuna á ferðaþjónustunni og kynnast starfsemi annarra aðildarfélaga.

Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins býður aðildarfélögum sínum árlega að taka þátt í Höfuðgleðinni, uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Vettvangur ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu til að kynna vörur sínar og þjónustu fyrir öll áhugasöm og um leið styrkja tengsl og þekkingu sín á milli.

Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins ásamt öllum markaðssstofum landshlutanna standa fyrir menntamorgnum í samstarfi við Hæfnissetur ferðaþjónustunnar og Samtök ferðaþjónustunnar.
Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins boðar árlega til Ferðamálaþings höfuðborgarsvæðisins í síðari hluta október mánaða.

Árlega tekur Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins þátt í Ferðaþjónustuvikunni sem fyrst var haldin 2024 undir því yfirheit. Á ferðaþjónustuvikunni er lögð áhersla á að auka vitund um mikilvægi ferðaþjónustu og efla samstarf og fagmennsku í greininni með fróðlegri og skemmtilegri dagskrá

Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins tekur þátt í Mannamótum Markaðsstofa landshlutanna sem er árleg ferðakaupstefna sem haldin er af Markaðsstofum landshlutanna.