Reykjavík City Card

Image
Kópavogur City Area in Reykjavík

Gestakortið Reykjavík City Card hjálpar ferðamönnum að kynnast höfuðborgarsvæðinu á ódýran og einfaldan hátt.  

Með Reykjavík City Card er hægt að heimsækja öll helstu söfn á höfuðborgarsvæðinu, kíkja í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, skreppa út í Viðey, ferðast um í strætó og eiga ljúfar stundir í sundlaugum Reykjavíkur. Og já, það er frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu á meðan kortið er í gildi.  

Að auki fá handhafar kortsins afslátt af öðrum söfnum, veitingum og margskonar þjónustu fyrir ferðamenn.  

Gestakortið er ætlað þeim sem eru 18 ára og eldri, enda bjóða flest söfn upp á gjaldfrjálsan aðgang fyrir gesti yngri en 18 ára. Að sama skapi greiða unglingar lágt gjald fyrir ferðir í strætó og fyrir aðgang að sundlaugum eða í Fjölskyldu- og húsdýragerðinn og ókeypis er fyrir yngsta aldurshópinn.

Þeir sem eru 67 ára eða eldri fá helmingsafslátt að aðgöngumiðum í Þjóðminjasafnið og Listasafn Íslands.  

 

Innifalið í Reykjavík City Card

Aðgangur að söfnum, samgöngu og afþreytingu er innifalinn í  Reykjavík City Card. Einnig fá handhafara Reykjavík City Card afslátt af fjölbreyttri þjónustu.

Aðgangur innifalinn:

  • Strætó 
  • Listasafn Íslands við Fríkirkjuveg 
  • Listasafn Íslands – Safnahúsið við Hverfisgötu 
  • Þjóðminjasafnið 
  • Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús 
  • Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir 
  • Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn 
  • Borgarsögusafn – Sjóminjasafn (gildir ekki fyrir aðgang að varðskipinu Óðni) 
  • Borgarsögusafn – Landnámssýningin og Aðalstræti 
  • Borgarsögusafn – Ljósmyndasafn  
  • Borgarsögusafn – Árbæjarsafn 
  • Borgarsögusafn – Viðeyjarstofa – Ferjusgiling með Eldingu frá Skarfabakka (gengur aðeins um helgar á veturna) og Ægisgarði (gengur aðeins á sumrin) innifalin 
  • Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn 
  • Listasafn Sigurjóns Ólafssonar 
  • Gerðarsafn Kópavogi 
  • Náttúrufræðistofa Kópavogs 
  • Árbæjarlaug 
  • Breiðholtslaug  
  • Dalslaug  
  • Grafarvogslaug  
  • Klébergslaug  
  • Laugardalslaug  
  • Sundhöllin  
  • Vesturbæjarlaug  

Afsláttur með Reykjavík City Card:

  • Perlan – 10% afsláttur af verði aðgönumiða sýningarinnar Undur náttúrunnar og norðurljósasýningarinnar Áróra  
  • Aurora Reykjavík – 50% afsláttur af verði aðgangs að norðurljósasýningu 
  • Saga Museum – 10% afsláttur af verði aðgöngumiða 
  • Listasafn Einars Jónssonar – 20% afsláttur af verði aðgöngumiða 
  • Hið íslenzka reðasafn – 20% afsláttur af verði aðgöngumiða 
  • Sinfóníuhljómsveit Íslands – 10% afsláttur af verði aðgöngumiða vikulegra tónleika og opinna æfinga 
  • Hvalasafnið Granda – Whales of Iceland – 30% afsláttur að verði aðgöngumiða 
  • Special Tours hvala- og fuglaskoðun – 10% afsláttur af verði ferða 
  • Elding hvalaskoðun – 10% afsláttur af verði ferða og öllum vörum 
  • BagBee – 10% afsláttur af þjónustu við innritun og afhendingu farangurs 

Tegundir af korti og afhending

Boðið er upp á þrjár tegundir korta. Kort sem gildir í sólarhring, 24 stundir, í tvo sólarhringa, 48 stundir, eða þrjá, 72 stundir.

Nota verður kortið samfellt á gildistímanum. Hefjist notkun þess á hádegi gildir 24 stunda kort þangað til á hádegi daginn eftir.

Sé ætlunin að skoða söfn og ferðast um borgina í leiðinni í strætó borgar ódýrasta kortið sig upp með tveimur safnaheimsóknum og einni strætóferð. Reykjavík City Card sparar því bæði fé og fyrirhöfn.  

Gestakortið Reykjavík City Card er afhent kaupendum gegn kvittun sem þeim berst í tölvupósti. Afhendingarstaðir eru: 

  • Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús 
  • Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir 
  • Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn 
  • Borgarsögusafn – Sjóminjasafn  
  • Borgarsögusafn – Landnámssýningin 
  • Borgarsögusafn – Ljósmyndasafn  
  • Borgarsögusafn – Árbæjarsafn 

Afbókunarskilmálar 

Hægt er að afbóka kortið fram að fyrsta gildisdegi.