Innifalið í Reykjavík City Card
Aðgangur að söfnum, samgöngu og afþreytingu er innifalinn í Reykjavík City Card. Einnig fá handhafara Reykjavík City Card afslátt af fjölbreyttri þjónustu.
Tegundir af korti og afhending
Boðið er upp á þrjár tegundir korta. Kort sem gildir í sólarhring, 24 stundir, í tvo sólarhringa, 48 stundir, eða þrjá, 72 stundir.
Nota verður kortið samfellt á gildistímanum. Hefjist notkun þess á hádegi gildir 24 stunda kort þangað til á hádegi daginn eftir.
Sé ætlunin að skoða söfn og ferðast um borgina í leiðinni í strætó borgar ódýrasta kortið sig upp með tveimur safnaheimsóknum og einni strætóferð. Reykjavík City Card sparar því bæði fé og fyrirhöfn.
Gestakortið Reykjavík City Card er afhent kaupendum gegn kvittun sem þeim berst í tölvupósti. Afhendingarstaðir eru:
- Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús
- Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir
- Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn
- Borgarsögusafn – Sjóminjasafn
- Borgarsögusafn – Landnámssýningin
- Borgarsögusafn – Ljósmyndasafn
- Borgarsögusafn – Árbæjarsafn
Afbókunarskilmálar
Hægt er að afbóka kortið fram að fyrsta gildisdegi.