Samskiptasáttmáli aðildarfélaga og samstarfsfólks

Mynd
Ferðamálaþing 2024

Á vettvangi Markaðsstofu höfuðborgarsvæðins/Visit Reykjavík:

  • Gætum við að orðspori áfangastaðarins, erum stolt af honum og leitumst við að gera veg hans sem mestan.
  • Störfum við af heilindum, ábyrgð og útsjónarsemi.
  • Sýnum við hvert öðru virðingu og umburðarlyndi í samskiptum okkar.
  • Förum við eftir lögum og reglum sem gilda um starfsemi okkar.
  • Komum við vel fram, erum reglusöm og sýnum snyrtimennsku.
  • Dreifum við ekki efni sem fellur utan starfsemi stofunnar eða okkar fyrirtækja.
  • Gætum við sanngirni í öllum málum, kynnum okkur þau eins vel og við getum og gætum trúnaðar þar sem við á.
  • Erum við nærgætin en höfum gleðina að leiðarljósi í öllum okkar samskiptum.