Verkefni

Image
Nauthólsvík

Áhersluverkefni Markaðsstofunnar eru aðgerðir og verkefni sem falla að markmiðum fyrir þróun á áfangastaðnum og miða að því að ná fram framtíðarsýninni sem sett er fram í áætluninni.

Áhersluverkefnin er þrennskonar: þróunarverkefni, samræmt kynningar- og markaðsstarf og samstarf og tengsl við hagðila.

Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins var stofnuð 3. apríl 2023 af Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðisins (SSH) og Ferðamálasamtökum höfuðborgarsvæðisins. Samhliða stofnun stofunnar var fyrsta áfangastaðaáætlun höfuðborgarsvæðisins unnin.