Ferðaþjónustukjarnar og ferðaleiðir
Kortlagning og þróun ferðaþjónustukjarna (áfangastaða) og ferðaleiða á höfuðborgarsvæðinu sem munu nýtast í vöruþróun og markaðssetningu á svæðinu.
Reykjavík City Card
Þróun á stafrænni útgáfu gestakortsins fyrir allt höfuðborgarsvæðisð til þess að auka ánægju gesta og stuðla að bættri markaðssetningu á menningartengdri upplifun og umhverfisvænum samgöngumáta.
Rannsóknir og mælikvarðar
Reglulegar mælingar og kannanir á m.a. viðhorfum íbúa og ferðahegðun erlendra ferðamanna til að fylgjast með þróun áfangastaðarins.
Fræðsluverkefni
Fræðsluverkefni sem stuðla að aukinni fagmennsku, hæfni og gæði í ferðaþjónustu. Verkefnin eru unnin í nánu samstarfi við ýmsa samstarfsaðila, svo sem Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Íslenska ferðaklasann.
Út um allt – Útivist á höfuðborgarsvæðinu
Þróun á vef með upplýsingum um útivistarsvæði og göngu- og hjólaleiðir sem nýtist íbúum höfuðborgarsvæðisins jafnt sem gestum.
Stefna um mótttöku skemmtiferðaskipa
Þróun á stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa í höfnum Reykjavíkur og Hafnarfjarðar.
Þróun áfangastaða
Vinnustofur og samtal við hagaðila um þróun og skipulag áfangastaða.