
Kortlagning og þróun ferðaþjónustukjarna á höfuðborgarsvæðinu sem munu nýtast í vöruþróun og markaðssetningu á svæðinu.
Í framtíðarsýn höfuðborgarsvæðisins kemur fram að markmið áfangastaðarins sé að vera leiðandi í sjálfbærni.
Reglulegar mælingar og kannanir á m.a. viðhorfum íbúa og ferðahegðun erlendra ferðamanna til að fylgjast með þróun áfangastaðarins.
Mótun á stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa í höfnum Reykjavíkur og Hafnarfjarðar.

Fræðsluverkefni sem stuðla að aukinni fagmennsku, hæfni og gæði í ferðaþjónustu. Verkefnin eru unnin í nánu samstarfi við ýmsa samstarfsaðila, svo sem Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Íslenska ferðaklasann.

Vinnustofur og samtal við hagaðila um þróun og skipulag áfangastaða.
Þróun á stafrænni útgáfu gestakortsins fyrir allt höfuðborgarsvæðið