Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins í samstarfi við hagaðila boðar til opins fundar um áfangastaðinn Gamla höfninn og Grandinn miðvikudaginn 4. júní kl. 15:00 í Sjávarklasanum.
Í vor var unnin greining á Gömlu höfninni og Grandanum sem áfangastaður fyrir ferðamenn. Markmið verkefnisins var að vinna hugmyndir um hvernig hægt sé að efla og styrkja áfangastaðinn.
Haldinn var hagaðilafundur þar sem rætt var um tækifæri og áskoranir og voru unnar hugmyndir um hvernig megi bæta upplifun ferðamanna á svæðinu. Verkefni er hluti af greiningu ferðaþjónustukjarna á höfuðborgarsvæðinu þar sem markmiðið er að stuðla að betri upplifun, dreifingu gesta, lengri dvöl og sjálfbærni áfangastaðarins.
Nú er boðað til opins fundar þar sem ætlunin er að fara yfir niðurstöður verkefnisins um Gömlu höfnina og Grandann og eiga samtal um framhaldið. Hér er nánar um fundinn á facebook viðburðinum.
Öll velkomin sem hafa áhuga á þróun Gömlu hafnarinnar og Grandans.