Ferðamálaþing höfuðborgarsvæðisins 2025

Mynd
Ferðamálaþing 2025

Tæplega 240 manns mættu á þriðja Ferðamálaþing höfuðborgarsvæðisins sem var haldið í Bæjarbíói í Hafnarfirði 16. september 2025 kl. 10.00-12.00 undir yfirskriftinni Tækifærin. Rætt var um strauma og stefnur í ferðaþjónustu, þróun áfangastaða og tækifærin framundan.

Fyrirlesarar á Tækifærin - Ferðamálaþingi höfuðborgarsvæðisins voru:

  • Norbert Kettner, forstjóri Vienna Tourist Board
    Hitting the Sweet Spot - Vienna´s strategy for Optimum Tourism
  • Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu
    Hörpuáhrifin
  • Dave Goodger, framkvæmdastjóri Tourism Economics
    Travel in uncertain times - economic & tourism outlook
  • Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins
    Tækifærin
  • Ásta María Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Special Tours
    Áfangastaðurinn Gamla höfnin og Grandinn
  • Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar
    Hugleiðingar bæjarstjóra
  • Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður stjórnar Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins opnar þingið og veitir verðlaunin Höfuðkraftur - ferðaþjónustuverðlaun höfuðborgarsvæðisins

Fundarstjóri: Helgi Eysteinsson, framkvæmdastjóri Iceland Travel.

Mynd
Ferðamálaþing

Upptökur frá fyrirlestrum 2025

Hér er hægt að nálgast upptökur af fyrirlestrum Ferðamálaþings höfuðborgarsvæðisins 2025.