Ferðamálaþing höfuðborgarsvæðisins haldið

Image
Ferðamálaþing höfuðborgarsvæðisins 2023

Ferðamálaþing höfuðborgarsvæðisins var haldið þriðjudaginn 31. október í Salnum í Kópavogi. Alls sóttu rúmlega 100 manns þingið.

Á Ferðamálaþingi höfuðborgarsvæðisins var m.a. rætt um málefni tengd sjálfbærni, umhverfisvitund, mannréttindum og nýsköpun í ferðaþjónustu, ásamt því að farið var yfir segla höfuðborgarsvæðisins.

Guðlaugur Kristmundsson, framkvæmdastjóri FlyOver, var fundarstjóri.

Fyrirlesarar á Ferðamálaþingi höfuðborgarsvæðisins voru:

  • Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður stjórnar Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, flutti opnunarerindi Ferðamálaþings höfuðborgarsvæðisins
  • Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna - Hvernig náum við sátt um skemmtiferðaskipin fyrir árið 2030?
  • Eva María Þ. Lange, eigandi Pink Iceland - Það geta ekki allir verið gordjöss!
  • Davíð Örn Ingimarsson, eigandi Iceland Cover - Iceland Cover
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs í Hafnarfirði - Endurnýjun á segli í hjarta Hafnarfjarðar
  • Kamma Thordarson, verkefnastjóri hjá Athafnaborginni Reykjavík - Græna planið
  • Hjalti Már Einarsson, viðskiptaþróunarstjóri Datera - Seglar höfuðborgarsvæðisins útfrá leitaráhuga
  • Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins - Fyrstu skrefin okkar
  • Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar og formaður SSH - Hugleiðingar bæjarstjóra

Ferðamálaþing höfuðborgarsvæðisins mun verða árlegur viðburður hjá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.

Image
Ferðamálaþing höfuðborgarsvæðisins 2023

Upptökur frá Ferðamálaþingi

Hér má nálgast þá fyrirlestra sem haldnir voru á fyrsta Ferðamálaþingi höfuðborgarsvæðisins