Heimar bjóða heim

Mynd
Heimar

Fyrsta morgunspjall með vin á árinu 2026 verður haldið 30. janúar kl. 08.45 - 10.00 hjá Heimum fasteignafélagi. Við munum byrja á því að fá kynningu frá Óskari Þór Þráinssyni í tengslum við hlaupaferðamennsku á Íslandi og stöðuna á henni. Í framhaldinu förum við inn í annan heim þar sem Heimar munu segja okkur frá þeirra starfsemi, uppbyggingu borgarkjarna og þeirra sjálfbærni leiðarljósi ásamt því að fjalla um ferðamenn og verslun en þau reka bæði Hafnartorg og Smáralind. Við munum síðan að venju eiga gott spjall í lok fundar.

Að fundi lokni munu Heimar síðan leiða okkur inn í Smáralind og sýna okkur nýja mathöll.

Aðildarfélagar eru hvattir til að bjóða með sér félögum úr ferðaþjónustunni sem ekki hafa gerst aðilar að Markaðsstofunni en hafa áhuga á að verða aðilar. Viðburðurinn er að öðruleyti aðeins opinn aðildarfélögum.

Nánar um staðsetningu: Skrifstofa Heima og Smáralindar, Hagasmára 1. Inngangurinn er við suðvesturhorn Smáralindar og er merktur skrifstofur Heimar/Smáralind.

Skráning er nauðsynleg hér.