Höfuðgleðin 2024

Image
Höfuðgleðin 2024

Höfuðgleðin, uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu var haldin í fyrsta skipti í framhaldi af aðalfundi og Ferðamálaþingi, þriðjudaginn 22. október. Viðburðurinn tókst með eindæmum vel. Farið var í tveggja hæða hópferðabifreið í boði Icelandia og brunað út í Hafnarfjörð, þar sem söngur og gleði tók á móti hópnum í Fjörukránni, í framhaldinu var farið í Aurora Basecamp þar sem að þau kynntu starfsemina, Eimverk kynnti velvalda drykki og Pink Iceland bauð upp á óvænta skemmtun. Áfram hélt svo gleðin þegar farið var til Hertz og þar boðið upp á veitingar og lukkuhjól sem vakti mikla kátínu. Í lok dags var svo farið á Edition, í kynningu, veitingar og verðlaunaafhendingu á Höfuðvini – en meira um það síðar.

Við viljum þakka öllum þeim sem tóku þátt í að láta þessa uppskeruhátíð verða að veruleika. Hún hefði ekki orðið nema með stuðningi og frábærum bakhjörlum. Takk Icelandia, Pink Iceland, Fjörukráin, Edition Reykjavík, Eimverk, Hertz og Aurora Basecamp.

Við hlökkum til að gera eitthvað nýtt að ári!