Hvaða fyrirtæki er Höfuðkraftur ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu 2025?
Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins stendur að Höfuðkrafti og mun veita verðlaunin ár hvert. Höfuðkraftur er veittur aðildarfélaga sem hefur með starfi sínu og stefnu eflt ferðaþjónustuna á höfuðborgarsvæðinu og stuðlað að jákvæðum áhrifum á nærumhverfi sitt og samfélag. Tilgangur Höfuðkrafts er að vekja athygli á mikilvægi ferðaþjónustu sem atvinnugreinar og gildi hennar fyrir jákvæða þróun samfélags og mannlífs á höfuðborgarsvæðinu.
Aðildarfélagar Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins geta sent inn tilnefningu með því að fylla út skráningarformið hér. Tilgreina þarf nafn fyrirtækis og rökstyðja stuttlega hvers vegna það eigi verðlaunin skilið. Að loknu tilnefningartímabili metur dómnefnd allar innsendar tillögur og getur óskað eftir frekari upplýsingum frá tilnefndum fyrirtækjum ef þörf krefur.
Greint verður frá því hvaða fyrirtæki hlýtur Höfuðkraft á Ferðamálaþingi Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins 16. september 2025.
Tekið er á móti tilnefningum til og með 30. júní 2025.