Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins hefur ráðið Kristján Bjarka Jónasson til starfa. Hann mun starfa við almannatengsl og markaðsmál. Kristján hefur m.a. starfað fyrir Félag íslenskra bókaútgefanda, sem þróunar- og markaðsstjóri Eddu útgáfu, útgáfustjóri Forlagsins sem og í eigin rekstri á sviði bókaútgáfu, vöruþróunar og markaðsmála. Hann hefur einnig setið í stjórnum ýmissa félaga og félagasamtaka. Hann hefur mikla reynslu í almannatengslum, viðburðaskipulagningu, markaðsmálum og kynningum ásamt því að byggja upp tengslanet.