Margrét Wendt hefur störf hjá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins

Image
Margrét Wendt

Margrét Wendt hefur hafið störf sem verkefnisstjóri þróunar og sjálfbærni hjá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins. Margrét kemur frá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar þar sem hún hefur starfað sem sérfræðingur. Hún var áður rannsakandi á sviði ferðamála og stundakennari hjá Háskóla Íslands. Einnig starfaði hún sem ferðaráðgjafi hjá Nordic Visitor og í upplýsingamiðstöð Íslenskra fjallaleiðsögumanna. Hún er með Msc. og Bsc. í ferðamálafræðum.