Margrét Wendt hefur hafið störf sem verkefnisstjóri þróunar og sjálfbærni hjá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins. Margrét kemur frá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar þar sem hún hefur starfað sem sérfræðingur. Hún var áður rannsakandi á sviði ferðamála og stundakennari hjá Háskóla Íslands. Einnig starfaði hún sem ferðaráðgjafi hjá Nordic Visitor og í upplýsingamiðstöð Íslenskra fjallaleiðsögumanna. Hún er með Msc. og Bsc. í ferðamálafræðum.