Morgunspjall með vin 1. nóvember

Image
Árbæjarsafn

1. nóvember kl. 8.45-10.00 í Árbæjarsafni

Í sumar lét Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins framkvæma ferðavenjukönnun meðal erlendra ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu. Spurt var meðal annars um af hverju höfuðborgarsvæðið varð fyrir valinu sem áfangastaður, hvaða afþreyingu ferðamenn nýttu sér á svæðinu og hversu ánægðir þeir voru með dvölina.

Margrét Wendt, verkefnisstjóri hjá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, kynnir niðurstöður könnunarinnar.

Jafnframt langar okkur að ræða jólin og það sem er framundan varðandi skipulagninu vegna þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Þær Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri hjá Reykjavíkurborg, og Sunna Magnúsdóttir, verkefnastjóri menningar- og ferðamála í Hafnarfirði, segja frá því sem er framundan hjá þeim.

Í framhaldinu verður stuttlega rætt hvað við getum gert til þess að efla enn frekar jólahátíðina sem upplifun á höfuðborgarsvæðinu fyrir erlenda ferðamenn.