Fyrsta morgunspjall ársins 2025 verður í EDDU – Húsi íslenskunnar, föstudaginn 7.febrúar, kl. 08.45-10.00.
Við ætlum að fara yfir verkefnin framundan, sýna ykkur nýjan útivistarvef höfuðborgarsvæðisins sem þá verður kominn í loftið og taka púlsinn á ferðaþjónustunni núna inn í vorið.
Góðir fulltrúar ferðaþjónustunnar munu leiða umræðuna:
- Árný Bergsdóttir, framkvæmdastjóri sölu – og markaðssviðs Grayline, RSS og Hópbíla
- Guðlaugur Kristmundsson, framkvæmdastjóri FlyOver Iceland
- Ragnheiður Hauksdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs KEA hótela
Við munum í lok fundar opna fyrir skráningar á HITTUMST ferðasýningu ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Ingibjörg Þórisdóttir mun að lokum bjóða fólk velkomið að skoða Heimur í orðum áður en haldið er inn í vinnudaginn og helgina.
Aðildarfélagar eru hvattir til að bjóða með sér félögum úr ferðaþjónustunni sem ekki hafa gerst aðilar að Markaðsstofunni en hafa áhuga á að verða aðilar. Viðburðurinn er að öðruleyti aðeins opinn aðildarfélögum.
Létt og skemmtileg samverustund þar sem tími gefst til þess að spjalla yfir góðum kaffibolla.
