Morgunspjall með vin og jólabingó 13. desember

Image
Jól í Reykjavík

Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins býður aðildarfélögum og vinum í morgunspjall og jólabingó, föstudaginn 13. desember kl. 08.30-10.00. Gestgjafar að þessu sinni eru Hilton Reykjavík Nordica við Suðurlandsbraut.

Áður en heppin jólabörn í hópnum hljóta vinninga í bingóinu kynnir Birgir Guðmundsson hótelstjóri Hilton Reykjavík Nordica starf hótelsins og segir frá því sem í vændum er.

Camilla Rut Rúnarsdóttir, markaðsstjóri Hopp, mín síðan spjalla um hvað fyrirtækið fæst við og hvað er á prjónunum.

Jólaandinn svífur svo yfir vötnum í skemmtilegu spjalli um það sem er fram undan á höfuðborgarsvæðinu og loks dregur til tíðinda þegar bingóið hefst og vinningarnir fljúga út.

Þeir aðildarfélagar sem geta hugsað sér að gefa vinninga í bingóinu geta sent tölvupóst á Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins á Margréti Wendt margret@reykjavikandpartners.is

Aðildarfélagar eru hvattir til þess að bjóða með sér félögum úr ferðaþjónustunni sem ekki hafa enn þá gerst aðilar.

Hittumst í sannkölluðu hátíðarskapi á Hilton Reykjavík Nordica og eigum saman notalega jólastemmningarstund.