Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins býður aðildarfélögum og vinum í morgunspjall og jólabingó, föstudaginn 12. desember kl. 08.30-10.00.
Gestgjafar að þessu sinni eru Íslandshótel og munum við hittast í jólastemningu á Hótel Reykjavík Grand.
Jólabingó Markaðsstofunnar hefur fest sig í sessi sem hátíðlegur viðburður þar sem heppin jólabörn geta unnið glæsilega vinninga frá ferðaþjónustunni á höfuðborgarsvæðinu.
Áður en bingókúlurnar byrja að skoppa fáum við kynningu frá Íslandshótelum, en þau hlutu á árinu verðlaunin Höfuðkraftur sem er veittur þeim sem hefur með starfi sínu og stefnu eflt ferðaþjónustuna á höfuðborgarsvæðinu og stuðlað að jákvæðum áhrifum á nærumhverfi sitt og samfélag. Næst verður örlítil jólahugvekja þar sem við ætlum að láta jólaandann svífa um okkur áður en bingóið hefst.
Þeir aðildarfélagar sem hafa áhuga á að gefa vinninga í bingóinu geta sent tölvupóst á Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins á Margréti Wendt margret@reykjavikandpartners.is
Aðildarfélagar eru hvattir til þess að bjóða með sér félögum úr ferðaþjónustunni sem ekki hafa enn þá gerst aðilar.
Hittumst í sannkölluðu hátíðarskapi á Hótel Reykjavík Grand og eigum saman notalega jólastund.
Skráning er nauðsynleg og fer fram hér.