Samstarfslýsing milli Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins og Hæfniseturs ferðaþjónustunnar

Image
Hæfnissetur

Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins og Haukur Harðarson, verkefnisstjóri hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar skrifuðu undir samstarfslýsingu þann 10. apríl 2024. Markmið hennar er meðal annars að starfað verði á forsendum ferðaþjónustunnar til að efla hæfni og fagmennsku stjórnenda og starfsfólks og þannig stuðlað að auknum gæðum, jákvæðri ímynd og arðsemi greinarinnar.

Samstarfsyfirlýsingin er í takti við þau markmið sem allar Markaðsstofur landshlutanna hafa sett sér á síðustu árum. Eitt af fyrstu sameiginlegu verkefnunum í ár eru menntamorgnar ferðaþjónustunnar en sá fyrsti slíki var haldinn 10. apríl 2024 þar sem fjallað var um „Ráðningar og Z kynslóðina“ og sjónum beint að sumarstörfum.