Ferðamálaþing höfuðborgarsvæðisins 2025 verður haldið í Bæjarbíó, Hafnarfirði, þriðjudaginn 16. september kl. 10.00-12.00 undir yfirskriftinni Tækifærin. Rætt verður um strauma og stefnur í ferðaþjónustu, þróun áfangastaða og tækifærin framundan.
Meðal fyrirlesara eru:
- Norbert Kettner, forstjóri Vienna Tourist Board
- Dave Goodger, framkvæmdastjóri Tourism Economics
- Ásdís Kristjánsdóttir,bæjarstjóri Kópavogsbæjar
- Ásta María Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Special Tours
- Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu
- Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins
- Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. formaður stjórnar Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins
Fundarstjóri: Gísli S. Brynjólfsson, forstöðumaður markaðsmála hjá Icelandair
Skráning er nauðsynleg hér --> https://forms.gle/BbDNGn5r47NtH2sc7