Vertu með 16. september

Mynd
Hafnarfjörður

Þann 16. september mun Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins halda sitt þriðja Ferðamálaþing höfuðborgarsvæðisins. Sama dag verður einnig haldinn Aðalfundur Markaðsstofunnar ásamt Höfuðgleðin, uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Mynd
ferðamálaþing

Ferðamálaþing höfuðborgarsvæðisins

Ferðamálaþing höfuðborgarsvæðisins 2025 verður haldið í Bæjarbíó, Hafnarfirði, þriðjudaginn 16. september kl. 10.00-12.00 undir yfirskriftinni Tækifærin. Rætt verður um strauma og stefnur í ferðaþjónustu, þróun áfangastaða og tækifærin framundan.

Fyrirlesarar á Tækifærin - Ferðamálaþingi höfuðborgarsvæðisins eru:

- Norbert Kettner, forstjóri Vienna Tourist Board
- Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu
- Dave Goodger, framkvæmdastjóri Tourism Economics
- Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins
- Ásta María Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Special Tours
- Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar
- Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður stjórnar Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins opnar þingið og veitir verðlaunin Höfuðkraftur - ferðaþjónustuverðlaun höfuðborgarsvæðisins

Fundarstjóri: Helgi Eysteinsson, framkvæmdastjóri Iceland Travel.

Mynd
Höfuðgleðin

Höfuðgleðin 2025

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu verður haldin þriðjudaginn 16. september strax að loknu Ferðamálaþingi höfuðborgarsvæðisins. 

Lagt verður af stað á vit ævintýranna kl. 12.15 frá Bæjarbíói í Hafnarfirði og lýkur gleðinni ekki seinna en kl. 18.30 í Hafnarfirði.

Höfuðgleðin er einungis fyrir aðildarfélaga Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins og er takmarkað sætapláss.

Þátttökugjald per einstakling er 5.900 kr

Skráning er nauðsynleg fyrir 5. september.

Mynd
aðalfundur

Aðalfundur 2025

Aðalfundur Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins verður haldinn þriðjudaginn 16. september kl. 8.15 - 9.30 í Bæjarbíói, Hafnarfirði. Fram fara hefðbundin aðalfundarstörf ásamt kjöri stjórnarmanna í stjórn og stefnuráð stofunnar. 

Fyrirsvarsmaður fyrirtækis/sveitarfélags þarf að tilkynna Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins a.m.k. tveimur dögum fyrir aðalfund, hvaða einstaklingur fari með atkvæðisrétt þess á aðalfundi.