HITTUMST

Mynd
HITTUMST 2024

HITTUMST verður haldið 8. maí 2025 í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur.

HITTUMST er vettvangur ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu til að kynna vörur sínar og þjónustu fyrir öll áhugasöm. Á HITTUMST styrkja fyrirtæki og starfsmenn tengsl sín og miðla þekkingu sinni með félögum sínum.

Allir aðilar að Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, hvort sem um er að ræða fyrirtæki, stofnanir eða sveitafélög, eru hvattir til að taka þátt í HITTUMST og sýna það sem áfangastaðurinn hefur upp á að bjóða.

Öll fyrirtæki í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu eru svo hvött til að mæta og kynna sér það sem svæðið hefur upp á að bjóða sér að kostnaðarlausu.

Mynd
HITTUMST 8. maí 2024

Skráning sýnenda á HITTUMST

Dagur og stund
8. maí  kl. 13.00 - 16.00 í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur.

Sýnendur
Aðilar að Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.

Þátttökuverð
20.000 kr. fyrir einn bás.
Einn bás er eitt hringborð og pláss fyrir einn Roll-up stand.

Skráningarfrestur sýnenda á HITTUMST er til og með fimmtudeginum 20. mars.