Gestakortið Reykjavík City Card hjálpar ferðamönnum að kynnast höfuðborgarsvæðinu á ódýran og einfaldan hátt.
Með Reykjavík City Card er hægt að heimsækja öll helstu söfn á höfuðborgarsvæðinu, kíkja í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, skreppa út í Viðey, ferðast um í strætó og eiga ljúfar stundir í sundlaugum Reykjavíkur. Nánar um gestakortið hér.
Eins og stendur er Reykjavík City Card aðeins fáanlegt sem útprentað kort, en verið er að vinna að þróun á stafrænni útgáfu gestakortsins fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Það er gert til þess að auka ánægju gesta og stuðla að bættri markaðssetningu á menningartengdri upplifun og umhverfisvænum samgöngumáta.