Móttaka skemmtiferðaskipa

Mynd
Skemmtiferðaskip

Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins heldur utan um vinnu við mótun stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa í höfnum Reykjavíkur og Hafnarfjarðar.

Stefnuskjölunum er ætlað að skapa sameiginlega sýn hagaðila auk þess að nýtast sem grunnur við frekari skilgreiningu aðgerða og við álagsstýringu sem hefur áhrif á samfélag, náttúru, efnahag og nærumhverfi.

Verkefnin hafa beina vísun í aðgerð C.7 í ferðamálastefnu og aðgerðaráætlun stjórnvalda um að stofna skuli samstarfshópa sveitarfélaga og ferðaþjónustu í hverjum landshluta sem vinni greiningu og móti stefnu um umgjörð og komur skemmtiferðaskipa á sínum svæðum.

Stefna um þolmörk og móttöku skemmtiferðaskipa í Reykjavík var unnin á árinu 2024 og má kynna sér hana nánar í útgefinni skýrslu. 

Vinna við mótun stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa í Hafnarfirði er í vinnslu. 

Mynd
Skemmtiferðaskip Reykjavík

Stefna um þolmörk og móttöku skemmtiferðaskipa í Reykjavík

Í þessari skýrslu er sett fram sameiginlegt stefnuskjal helstu hagaðila um þolmörk og móttöku skemmtiferðaskipa í Reykjavík til ársins 2030.