Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins gerir reglulegar mælingar og kannanir til að fylgjast með þróun áfangastaðarins og áhrifum ferðaþjónustu á efnahag, samfélag og umhverfi. Mælingarnar eru m.a. nýttar til þess að setja mælikvarða fyrir framtíðarsýn áfangastaðarins og fylgja henni eftir. Gögnin nýtast einnig til að bera höfuðborgarsvæðið saman við aðra áfangastaði.
Meðal kannana sem Markaðsstofan hefur látið framkvæma eru rannsóknir á viðhorfum íbúa til ferðamanna og ferðaþjónustu ásamt ferðavenjukönnun erlendra ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu.