Ferðamálaþing höfuðborgarsvæðisins

Mynd
Ferðamálaþing 2024

Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins heldur árlega Ferðamálaþing höfuðborgarsvæðisins í síðari hluta októbermánaðar. 

Þriðja Ferðamálaþing höfuðborgarsvæðisins verður haldið í Bæjarbíói í Hafnarfirði 16. september 2025. Ítarlegri dagskrá verður kynnt síðar en fólk er hvatt til að taka frá daginn.

Annað Ferðamálaþing höfuðborgarsvæðisins var haldið í Kaldalóni í Hörpu 22. október 2024 undir yfirskriftinni Á leiðinni. Viðfgangsefnin að þessu sinni voru málefni tengd framþróun í ferðaþjónustu, sjálfbærni og sköpunargleði. Fyrirlesarar voru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Rikke Pedersen, Sævar Birgisson, Tara Colpitts, Valur Heiðar Sævarsson, Ingibjörg Þórisdóttir, Inga Hlín Pálsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir. Jakob E. Jakobsson stýrði þinginu.

Fyrsta ferðamálaþingið var haldið í Salnum í Kópvogi þriðjudaginn 31. október 2023 undir heitinu Fyrstu skrefin. Þar var rætt um ýmis málefni ferðaþjónustunnar svo sem sjálfbærni, umhverfisvitund, mannréttindi og nýsköpun. Fyrirlesarar á þessu fyrsta ferðamálaþingi voru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Sigurður Jökull Ólafsson, Eva María Þ. Lange, Davíð Örn Ingimarsson, Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, Kamma Thordarson, Hjalti Már Einarsson, Inga Hlín Pálsdóttir og Regína Ásvaldsdóttir. Guðlaugur Kristmundsson var fundarstjóri þingsins.