Höfuðgleðin

Mynd
Höfuðgleðin 2024

Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins býður aðildarfélögum sínum árlega að taka þátt í Höfuðgleðinni, uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu. Höfuðgleðin er haldin í beinu framhaldi á Ferðamálaþingi höfuðborgarsvæðisins. 

Önnur Höfuðgleði Markaðsstofunnar verður haldin þriðjudaginn 16. september 2025 þar sem lagt verður af stað á vit ævintýranna kl. 12.15 frá Bæjarbíó í Hafnarfirði.

Höfuðgleðin er einungis fyrir aðildarfélaga Markaðstofu höfuðborgarsvæðisins og er sætapláss takmarkað.