Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins býður aðildarfélögum sínum árlega að taka þátt í Höfuðgleðinni, uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu. Höfuðgleðin er haldin í beinu framhaldi á Ferðamálaþingi höfuðborgarsvæðisins. Fyrsta Höfuðgleðin var haldin þriðjudaginn 22. október 2024.
Lagt var af stað á vit ævintýranna kl. 12.15 frá Hörpu og gleðinni lauk kl. 18.00 með drykk og skemmtilegri athöfn á The Reykjavik Edition.
Höfuðgleðin er einungis fyrir aðildarfélaga Markaðstofu höfuðborgarsvæðisins og er sætapláss takmarkað.