Morgunspjall með vin

Mynd
Morgunspjall með vin

Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins býður nokkrum sinnum á ári upp á Morgunspjall með vin þar sem aðildarfélögum gefst færi á að hittast, spjalla um stöðuna innan ferðaþjónustunnar og kynnast starfsemi annarra aðildarfélaga.

Morgunspjall með vin felst í því að aðildarfélagi tekur með sér „vin“, þ.e. annan aðila í ferðaþjónustunni sem ekki er ennþá aðildarfélagi, sem þannig kynnist starfi stofunnar.

Fyrsta morgunspjallið var haldið þann 5. september 2023 í Lava Show á Granda í Reykjavík og síðan hafa vinir og félagar reglulega komið saman í bækistöðvum aðildarfélaga um allt höfuðborgarsvæðið.