Í nýrri stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa í Hafnarfirði er lögð áhersla á sjálfbærni og er horft til þess að komur skemmtiferðaskipa stuðli að auknum lífsgæðum íbúa, hafi jákvæð áhrif á samfélag og umhverfi og tryggi farþegum ánægjulega upplifun.
Sveitarfélögin Garðabær, Hafnarfjarðarbær, Kópavogsbær, Mosfellsbær, Reykjavíkurborg og Seltjarnarnes og Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins skrifuðu undir nýjan þriggja ára samning til áranna 2026-2028 um samstarf um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið á aðalfundi SSH sem haldinn var 14. nóvember í Garðabæ.
Markaðsstofan býður aðildarfélögum og vinum í morgunspjall og jólabingó, föstudaginn 12. desember kl. 08.30 - 10.00. Gestgjafar að þessu sinni eru Íslandshótel og munum við hittast í jólastemningu á Hótel Reykjavík Grand.
Samkvæmt GDS sjálfbærnivísinum (e. Global Destination Sustainability Index) lendir höfuðborgarsvæðið í 10. sæti yfir sjálfbærustu áfangastaðina og stekkur upp um heil sjö sæti frá því í fyrra þegar áfangastaðurinn lenti í 17. sæti.
Þriðja Ferðamálaþing höfuðborgarsvæðisins var haldið í Bæjarbíói í Hafnarfirði 16. september. Um 240 gestir sóttu þingið að þessu sinni.
Höfuðkraftur eru ný ferðaþjónustuverðlaun fyrir höfuðborgarsvæðið sem voru veitt í fyrsta skipti á Ferðamálaþingi höfuðborgarsvæðisins.
Í nýrri könnun Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins um viðhorf íbúa til ferðamanna og ferðaþjónustu kemur fram að 71% íbúa höfuðborgarsvæðisins eru jákvæðir í garð ferðamanna. Um er að ræða aukningu frá 2024, þegar hlutfall íbúa með jákvætt viðhorf var 66%.
Þriðjudaginn 16. september 2025 verður Ferðamálaþing höfuðborgarsvæðisins, Höfuðgleðin 2025 og Aðalfundur Markaðsstofunnar.
Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins hefur gefið út skýrslu um greiningu og samantekt á ferðaþjónustukjörnum höfuðborgarsvæðisins
Ferðamálaþing höfuðborgarsvæðisins 2025 verður haldið í Bæjarbíó, Hafnarfirði, þriðjudaginn 16. september kl. 10.00-12.00 undir yfirskriftinni Tækifærin. Rætt verður um strauma og stefnur í ferðaþjónustu, þróun áfangastaða og tækifærin framundan.